Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Um Q-félagið

Q_Y_TXT_S

Markmið félagsins:

 • Gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra
 • Vera sýnilegt afl innan Háskólans og í forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma
 • Beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og utan háskóla
 • Stuðla að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefnið innan sem flestra deilda háskóla

Félagið fyrir þig!

Hvort sem þú ert hinsegin eða ert óörugg(ur) með kynhneigð og/eða kynvitund þína þá er Q fyrir þig. Félagið er fyrir alla þá sem láta sér málefni hinsegin fólks varða. Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, er komið út úr skápnum eða langar að vita meira ættu endilega að hafa samband og taka þátt í starfi félagsins. Félaginu er ætlað að vera óþvingaður vettvangur til að hitta og kynnast fólki á sama reki.

Hópurinn eru stúdentar og ungt fólk sem hittast reglulega og spjalla saman um daginn og veginn. Auk þess stendur Q fyrir öðrum uppákomum til að auka fjölbreytnina, t.d. helgarferðir, bjórkvöld, málstofur og bíósýningar. Fólk er hvatt til að láta sjá sig á fundunum. Við tökum vel á móti öllum.

Félagið

Starfsemi félagsins er skipt í þrjár deildir; félagsdeild, kynningardeild og alþjóðadeild. Hver deild er sjálfstæð og með sinn tengilið inn í stjórn félagsins. Stjórn félagsins veitir hverri deild fjármagn til sinna starfa, ber ábyrgð á þeim og gefur þeim ramma til þess að vinna eftir.

Félagsdeild
Félagsdeild heldur utan um félagsmenn, samkomur þeirra og aukin samheldni þeirra með reglulegum Q-uppákomum svo sem; helgarferðum, leikhúsferðum, málþingum, kaffihúsakvöldum, böllum og fleira. Án efa er þetta mikilvægasta deild félagsins, því án félagsmanna og samheldni þeirra er ekkert félag.

Kynningardeild
Kynningardeild sér um að auglýsa félagið innan háskólanna, bjóða nýja félagsmenn velkomna og gera félagið áberandi. Kynningardeildin sér um póstlista, heimasíðu, veggspjöld og öll önnur kynningarmál. Í kynningardeild er einnig barist í réttindabaráttu innan og utan háskólanna. Starf Q í Reykjavík Pride – Hinsegin bíódögum í Reykjavík fellur undir þessa deild.

Alþjóðadeild
Alþjóðadeild var stofnuð formlega vorið 2003. Upphaf alþjóðastarf Q má þó rekja til dagsins 9. mars 1999 þegar Q sótti um aðild að IGLYO. Alþjóðadeild sér um öll samskipti Q við systurfélög sín og önnur alþjóðasamskipti félagsins. Alþjóðadeildin skipuleggur alla alþjóðaatburði hér á landi og sendir fulltrúa fyrir hönd félagsins á atburði erlendis.

Fólk sem vill fá frekari upplýsingar um félagið eða vill starfa í einhverri af deildum þess er hvatt til að senda póst á netfangið queer@queer.is. Fólki er einnig frjálst að senda póst á einstaka stjórnarmeðlimi eða hringja í þá. Við lítum á bréf og símtöl sem okkur berast sem trúnaðarmál.

Til að taka þátt í starfi Q er ekki nauðsynlegt að ganga í félagið eða gefa upp persónulegar upplýsingar. Aldrei eru teknar myndir af þeim sem eru á móti því á atburðum félagsins.

Til að gerast félagi má greiða árgjaldið, 2.000 kr, inn á reikning félagsins og senda kvittun með nafni á queer@queer.is.
Reikningsnúmer: 0515-14-406892
Kennitala: 650199-2519

Stjórn:

 12241332_10208007856294708_5497331540977359519_n.jpg Sigurður Ýmir Sigurjónsson
Formaður/Queen
 886214_10153671998760168_94961178849571870_o Bergþóra Sveinsdóttir
Varaformaður
 Anna.jpg Anna R. Jörundardóttir
Gjaldkeri
 14468747_10210103021962394_8146406444578256709_o Heiðrún Fivelstad
ritari
 1933207_10153877336229312_3270477648317516208_o.jpg Helga Haraldsdóttir
Meðstjórnandi
 embla
Embla Orradóttir Dofradóttir
Meðstjórnandi


Meðstjórnandi

Auglýsingar

2 comments on “Um Q-félagið

 1. Kristín Helgadóttir
  16 apríl, 2010

  Heil og sæl ágæta stjórn
  Glæsileg stjórn hjá ykkur í Q. Ég fylgist með metnaðarfullri dagskrá ykkar á Q kvöldum og dáist af dugnaði ykkar og atorku.
  Einnig sá ég auglýsta ráðstefnuna um síðustu helgi og vona að hún hafi staðið undir væntingum ykkar. Til hamingju með allt það góða starf og dýrmætu skerf sem þið eruð að stíga til handa ungmennum, því ég tel að allir hagnist á ykkar starfi á einn eða annan hátt. Bestu kveðjur, Kristín

 2. Bakvísun: Fréttatilkynning, QTV | Q - Félag Hinsegin Stúdenta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: