Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Líður þér illa? / Feeling blue?

Því miður er það svo að hinsegin fólk er líklegra til að þjást af þunglyndi, falla fyrir eigin hendi og misnota áfengi og vímuefni en gagnkynhneigt fólk. Ástæðurnar eru margar:

Að vera í skápnum og vera óviss um hvað maður ,,er“ veldur mörgu miklum kvíða og vanlíðan.

Fólk á misgóða að og því getur fylgt töluvert álag að vera hluti af hóp sem samfélagið flokkar sem jaðar og/eða minnihlutahóp.

Þar að auki eru hinsegin ungmenni og fullorðið fólk líklegri til að vera beitt sálfræðilegu ofbeldi í formi eineltis, svo ekki sé minnst á líkamlegt ofbeldi gagnvart þeim sem eru einstakir í fasi og útliti.

Fyrir þá sem líða illa, eru beittir ofbeldi, hafa íhugað að taka eigin líf, telja líf sitt vera í miklu ójafnvægi eða bara vantar einhvern til að tala við, hefur Q – félag hinsegin stúdenta tekið saman eftirfarandi lista af aðilum sem geta aðstoðað þig.

Ráðgjöf Samtakanna ’78

Ráðgjöf Samtakanna ’78 bíður upp á einstaklingsviðtöl, paraviðtöl, fjölskylduviðtöl og hópastarf. Ráðgjafarnir hafa mikla reynslu af því að ræða við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra ásamt því að hafa fjölbreytta reynslu af vinnu með öllum aldurshópum bæði í einstaklingsvinnu og hópavinnu.

Boðið er upp á klukkutíma viðtal í 2-3 skipti í senn og eru viðtölin ókeypis. Öll viðtöl og persónuleg símtöl eru trúnaðarmál. Einnig er boðið upp á lokað hópastarf sem er auglýst sérstakega áður en hópur fer í gang.

Aðstandendum hinsegin fólks stendur þessi þjónusta líka til boða. Ráðgjöf sinna þær Anni G. Haugen og Guðbjörg Ottósdóttir félagsráðgjafar og Sigríður Birna Valsdóttir leiklistarmeðferðarfræðingur.

Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa eða fá frekari upplýsingar um ráðgjöfina með því að hringja á skrifstofu Samtakanna78 í síma 552-7878 eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is

Hjálparsíminn 1717

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggja eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem óskar eftir stuðningi.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar megi leita frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning. Meðal hlutverka Hjálparsímans er einnig að vera til staðar fyrir þá sem eru einmana og einangraðir og þurfa upplýsingar um samfélagsleg úrræði.

Annað

Vinnueftirlitið – einelti

Ungliðahópur Samtakanna ’78

Landlæknir – Þjóð gegn þunglyndi

Trans Ísland: Trans Ísland hittist fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Samtökunum ’78 að Laugavegi 3 (4 hæð)

Á geðdeild Landsspítalans er geðlæknisþjónustu allan sólahring, sími; 560 1000 og 525 1000.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: