Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Lambda

 

 

11212663_10206616786558834_5028767014036638217_oUndanfarin ár hefur farið sendinefnd frá Íslandi í sumarbúðir til Þýskalands. Sumarbúðirnar eru haldnar af hinsegin ungmenna samtökum sem heita Lambda og eru landssamtök. Sumarbúðirnar eru í Lützensommern í suður Þýskalandi á stað sem heitir Rittergut. Rittergut er lokað svæði með tjaldstæði, matsal, klósettum og sturtum, blakvelli, sjoppu, og fleiri herbergjum. Sumarbúðirnar eru á mjög afskekktum stað og er því sjaldan sem að utanaðkomandi fólk er á svæðinu eða gangi inn á svæðið.

 

Búðirnar standa í u.þ.b. viku eða frá 13. ágúst til 21. ágúst 2016. Það verður boðið upp á allskonar vinnustofur og málstofur á meðan búðunum stendur sem að leiðbeinendur allra landa munu sjá um að setja saman. Mismunandi er hvað er í boði að hverju sinni, en reynt er að hafa dagskránna eins fjölbreytilega og kostur er. Á fyrri árum hefur verið boðið upp á íþróttir, ljóðaslamm, dans æfingar, kór, dragkvöld, fræðslukvöld, kynfræðslu, hljómsveit, leiklistarnámskeið, bíókvöld, göngutúra, jóga og margt, margt fleira. Þátttakendur gista í tjöldum á tjaldsvæði og því þurfa þátttakendur að taka tjöld með sér í búðirnar. Mælt er með því að tjöldin séu vatnsheld.

 

Ísland er með pláss fyrir 15 þátttakendur frá aldrinum 15-25 ára og 2 leiðbeinendur og hafa að jafnaði varið 10-15 manns undanfarin ár. Þátttakendur þurfa að sækja um sérstaklega og verður farið yfir umsóknir og þátttakendur valdir.

 

Kostnaður: Einstaklingar þurfa að leggja út fyrir flugfari og ferðakostnaði. Skv. reglum styrkveitenda hefur Ísland fengið endurgreitt 70% af ferðakostnaði. Búðargjald verður tilkynnt síðar en það dregst frá endurgreiðslu. Það má gera ráð fyrir að einstaklingar fái borgaðar evrur til baka í búðunum sjálfum.

 

Leiðbeinendur þetta árið verða Sigurður Ýmir Sigurjónsson og Anna R Jörundardóttir. Sigurður var leiðbeinandi í búðunum á síðasta ári og hefur verið formaður félagsins undanfarið ár. Hann hefur tekið virkan þátt í félaginu frá árinu 2013. Anna tók þátt í búðunum á síðasta ári sem þátttakandi en eftir það fór að taka virkan þátt í Q og endaði á því að fara í stjórn félagsins.

 

Vanalega er gist eina nótt í Berlín og tekin rúta daginn eftir í búðirnar. Síðan er vanalega farið heim sama dag og flug er, en einstöku sinnum er gist ein nótt líka. Fyrirkomulagið mun koma frekar í ljós þegar þátttakendur hafa verið valdir og flug bókuð. Vitaskuld er reynt að hafa kostnað í lágmarki ef það þarf að gista aukanætur.

 

Ef það vakna einhverjar spurningar er alltaf hægt að hafa samband við skipuleggjendur á info@queer.is eða queer@queer.is.

 

 

Auglýsingar

One comment on “Lambda

  1. Bakvísun: "I went to a queer summer camp, by mistake!" - GayIceland

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: