Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Verkefni: Sporting Equals í Skotlandi

Hefur þú áhuga á ungmenna og æskulýðsstarfi?  En áhuga á íþróttum?  Vill svo skemmtilega til að þú ert hinsegin einstaklingur sem hefur náð þeim frábæra árangri að vera 18 ára?  Þá mæli ég með að þú haldir áfram að lesa!

Q – Félag hinsegin stúdenta tekur þátt í alþjóðlegu verkefni í Skotlandi dagana 22. Janúar – 31. Janúar 2017. Verkefnið er á vegum LEAP Sports Scotland og er kjörinn vettvangur fyrir unga hinsegin aktívista til að koma saman og kynnast fólki sem vinnur að svipuðum málefnum í sínu heimalandi. Ísland er með 3 pláss í boði fyrir utan farastjóra en að þessu sinni verður það Kristín Lovísa Lárusdóttir. Kristín hefur verið varaformaður Q félagsins í 2 ár og í stjórn síðan 2013. Hún hefur góða reynslu að alþjóðlegum verkefnum bæði sem þátttakandi og fararstjóri.

Verkefnið Sport Equal miðar að því ungir hinsegin einstaklingar  frá mismunandi löndum í Evrópu sem lent hafa í fordómum eða misst af tækifærum vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar eigi möguleika á því að hittast og deila reynslusögum. Í verkefninu er lagt upp úr því að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á því hvernig skuli miðla af þekkingu sinni til að stuðla að aukni jafnrétti og fjölbreytileika í kringum og innan samfélagi íþrótta og útivista.

Þar sem verkefnið er íþrótta og útivistamiðað er mælt með því að umsækjendur hafi reynslu á þessum sviðum.

Allir ferðakostnaður er endurgreiddur og því ber að halda vel utan um öll útgjöld tengt verkefninu!

Umsóknarferli er opið til 13.10.

Farið verður yfir allar umsóknir sem berast. Formaður félagsins mun fá allar umsóknir í hendur og leggja þær fyrir stjórn félagsins nafnlausar þar sem að þeir þátttakendur sem að fá að taka þátt verða valdnir.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 6 október, 2016 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: