Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Opið bréf til fjölmiðla

Opið bréf

til fjölmiðla og þeirra félaga sem á við,

 

Stjórn Q-félags hinsegin stúdenta hefur ákveðið að gefa frá sér yfirlýsingu

varðandi orðalag sem hefur verið ríkjandi í fjölmiðlum í tengslum við

hjónabönd, ættleiðingar og hinsegin fólk. Orðræðan er oftar en ekki svo á leið

að rætt er um „ættleiðingar samkynhneigðra“ eða „hjónabönd samkynhneigðra.“

 

Q-félagið telur slíka orðanotkun ekki vera rétta og jafnvel útilokandi.

Ástæður þess eru að einstaklingar sem eru af sama kyni og ákveða að gifta sig

eða ættleiða börn eru ekki í öllum tilfellum samkynhneigðir, heldur getur verið

allur gangur á kynhneigð einstaklinga. Einstaklingar geta til að mynda verið

tvíkynhneigðir og pansexual svo fátt sé nefnt.

 

Einstaklingar sem eru af sama kyni og ákveða að gifta sig eða ættleiða

barn eru ekki í öllum tilfellum báðir samkynhneigðir og jafnvel hvorugur. Það

að tala eingöngu um samkynhneigða í þessum samhengjum eru því útilokandi og

jaðarsetur aðra hópa enn frekar.

 

Einnig er vert að vekja athygli á því að þegar talað er um málefni hinsegin

fólks er verið að ræða stóra flóru sem á ekki eingöngu við um kynhneigðir, heldur

líka um kynvitund. Fólk af öðrum kynhneigðum en samkynhneigð og transfólk verður

því oft utanveltu í slíkri umræðu og þykir stjórn Q-félagi hinsegin stúdenta

það vera skylda þeirra félaga sem ræða þessi málefni, jafnframt sem fjölmiðla,

að fara með rétt mál og nota viðeigandi orðaforða þar sem á við.

 

Stjórn Q-félags hinsegin stúdenta finnst því að ætti að kalla öll hjónabönd og ættleiðingar það sem þau eru – hjónabönd og ættleiðingar. Ef að þarf að skilgreina frekar kyn eða stöðu þá væri hægt að notast við samkynja hjónabönd og ættleiðingar hinsegin fólks eða ættleiðingar samkynja para og eru það hugtök sem að fjölmiðlar og hópar sem fjalla um þessi málefni ættu að temja sér til að útiloka ekki hópa og jaðarsetja þá enn frekar.

 

Til frekari útskýringa á hugtakinu „hinsegin“ bendum við á nýlega grein

fyrrum formanns Samtakanna 78, henni Önnu Pálu Sverrisdóttur. Einnig bendum við

á fræðslubækling

um transmálefni sem að Q-félag hinsegin stúdenta gaf út árið 2011.

 

Virðingarfyllst,

 

Stjórn Q-félags hinsegin stúdenta,

Ugla Stefanía Jónsdóttir, formaður

Sigurður Ýmir Sigurjónsson, varaformaður

Guðrún Ólafsdóttir, gjaldkeri

Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir, ritari

Gunnar Ljónshjarta Gíslason, meðstjórnandi

Kristín Lovísa Lárusdóttir, meðstjórnandi

Tony Guðnason, meðstjórnandi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 16 apríl, 2014 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: