Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

ANSO ráðstefna í Reykjavík – umsækjendur óskast / ANSO conference in Reykjavik – a call for applications

///English below///

Vikuna 6. til 12. ágúst næstkomandi, mun fara fram ráðstefna í Reykjavík á vegum Q – félags hinsegin stúdenta og ANSO (Association of Nordic and Pol-Balt Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender and Queer Student Organizations), en hún ber nafnið The Queer Angle: A Look at the Queer Society. Á ráðstefnuna munu mæta þátttakendur frá öllum aðildafélögum ANSO*, og því vantar okkur að finna tvo áhugasama meðlimi Q til að taka þátt fyrir okkar hönd.

Á ráðstefnunni mun umræðan snúast um hinsegin samfélagið og samskipti þess við hið víðara samfélag, þ.e. hvernig hinsegin fólk sér hið almenna samfélag og hvernig það sér hinsegin fólk. Rætt verður um fordóma (bæði utan og innan hinsegin samfélagsins), íþróttir, stjórnmál og heilsu, en einnig hvernig við getum gert baráttuna fyrir jöfnum rétti okkar áhrifaríkari. Markmiðið er að opna huga okkar fyrir ólíkum sjónarmiðum í starfinu. Vinnan verður að mestu óformleg, eins og venjan hefur verið á fyrri ráðstefnum ANSO, hér sem og annars staðar.

Eftir ráðstefnuna vonum við að þátttakendur séu meira vakandi fyrir tilgangi baráttunnar og hvernig hún snertir hinsegin samfélagið, og að þeir hafi öðlast færni og þekkingu til að bæta starfið enn frekar.

Ráðstefnan fer fram nálægt miðbæ Reykjavíkur dagana 6. til 12. ágúst, eins og áður kom fram. Þátttökugjald er 5.500kr., en innifalið í því er matur sem og gisting á gistiheimili. Miðað er við að allir þátttakendur séu með á gistiheimilinu og geti tekið þátt í allri ráðstefnunni.

Hægt er að sækja um hér: UMSÓKNEf hlekkurinn skyldi ekki virka, þá er einnig hægt að finna umsóknina á Facebook síðu Q.

Umsóknarfrestur er 15. júlí.

Reynt verður eftir mesta magni að koma til móts við allar sérþarfir þátttakenda (svosem aðgengi, fæði og/eða aðstaða) og því er mikilvægt að allar slíkar upplýsingar berist okkur með umsókninni.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur póst á info@queer.is.

*Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Finnland, Litháen, Pólland og Eistland

///

From the 6th to the 12th of August, this year, Q – Queer Student Association will be hosting an ANSO (Association of Nordic and Pol-Balt Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender and Queer Student Organizations) conference called The Queer Angle: A Look at the Queer Society. Participants will be arriving from all of ANSO’s participant countries*, and we need to find two members of Q to attend on our behalf.

During the event the participants will get an opportunity to discuss the issues of the LGBTQ community, such as how queer people see society and how society sees them. The conference will be devoted to discussions of prejudice (within and outside the LGBTQ community), sports, politics and health issues, as well as the ways we can make our work more efficient. The aim is to become more aware of the different views and perspectives of the work we do. The methods used will be mostly informal and they will be in accordance with the practices of previous ANSO conferences.

After the conference we hope that everyone will be more aware of the purpose of the work they are doing and how it affects the queer community, and that they have gained the skills and knowledge needed to improve their activist work even further.

The conference will take place near the Reykjavík city centre from the 6th to the 12th of August, as previously mentioned. The participation fee is 5.500kr. Food and accommodation at a nearby guest house is included. We expect all participants to stay at the guest house and to attend the entire conference.

The application form can be found here: APPLICATION. If the link does not work, the application form can also be found on Q’s Facebook page.

The deadline is July 15th.

We will do our best to meet the needs of all of our guests (such as regarding food, accommodation and/or access), it is therefore important that all such information be included in the application.

If there are any questions do not hesitate to e-mail us at info@queer.is.

*Sweden, Denmark, Norway, Finland, Poland, Lithuania and Estonia

 

anso_logo_pink

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 19 júní, 2012 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: