Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Sjálfboðar og starfsnefndir Q / Q’s volunteers and committees

Á sjálfboðaliðafundinum sem haldinn var 25. maí var rætt um starf Q og hvað meðlimir félagsins geta gert til að hjálpa til. Það er oft mikið um að vera og því fleiri sem taka þátt í starfinu, því öflugra er starfið. Settar voru á fót tvær nefndir, Q kvölda nefnd og Gay Pride nefnd.

Q kvöldin eru stór partur af því starfi sem við gerum, en þau eru haldin einu sinni í viku á vetrartímanum. Tilgangur þeirra er að skapa meðlimum pláss til að hittast og kynnast. Þau eru ekki alltaf bara um að djamma og djúsa, heldur eru stundum spilakvöld, prófachill og annað rólegt.

Við viljum endilega að meðlimir félagsins komi að því að hjálpa okkur að gera Q kvöldin sem best og því settum við saman þessa nefnd. Meðlimir nefndarinnar munu hjálpa okkur að skipuleggja dagskrá vetrarins, skipuleggja kvöldin sjálf og jafnvel sjá um kvöldin sjálf.

Ef þú hefur áhuga á að vera í Q kvölda nefndinni þá höfum við sett saman Facebook grúppu: Q kvölda nefnd!

Ekki verður fundað formlega fyrr en í ágúst eftir Gay Pride, en við viljum endilega að plássið sé nýtt til að koma með hugmyndir og ræða hvað hefur verið að virka og hvað ekki.

Gay pride er eins og allir vita risastór viðburður í lífi alls hinsegin fólks á Íslandi. Það er okkar dagur til að fagna tilveru okkar og þeim árangri sem við höfum náð í réttindabaráttunni. Á hverju ári hefur Q verið með pall í göngunni og í ár er það ekkert öðruvísi. Nú fer óðum að styttast í Gay Pride og þarf því skipulagsvinnan að hefjast.

Sett hefur verið saman Facebook grúppa til að halda utan um þessa vinnu og viljum við fá sem flesta í hana, hana má finna hér: Gay Pride nefnd! Haldinn verður Gay Pride nefndar fundur 19. júní og eru allir velkomnir: Gay Pride fundur.

Endilega gangið í grúppurnar ef þið hafið áhuga á að vera með í þessu starfi.

//

On Q’s Volunteer Night 25th May we discussed Q’s work and what Q’s members can do to help. We often have many things going at once, and the more people help the more powerful our work can be. As a result we started two committees, one for our Q nights and one for Gay Pride.

Q nights are a large part of our work, but they are held every week over the winter time. Their purpose is to create a space for queer people to come together to get to know each other and enjoy themselves. They are not always about partying, but we also have game board nights, exam relaxation nights and other nice and quiet events.

We would love to get more of our members involved in making the Q nights the best they can be, so we started this committee. Its members will help us organise the winter schedule, organise the nights themselves, and even help host some of them.

If you are interested in joining the Q night committee there is a Facebook group here: Q nights committee.

There will be no formal meeting until August, after Gay Pride. The group will still be used for brainstorming, and discussions of what has worked so far and what hasn’t.

Gay Pride is as we all know an enormous event in the lives of all queer people in Iceland. It is our opportunity to celebrate our existence and the results of our fight for equal rights. Every year Q has been a part of the parade and this year is no different. Gay Pride is just around the corner so we need to begin organising our part of it as soon as possible.

We have therefore created a Facebook group for our Gay Pride committee, it can be found here: Gay Pride committee. A Gay Pride Committee meeting will be held on 19th June and everyone is welcome, the Facebook event can be found here: Gay Pride meeting.

If you are interested in helping out, please join the groups.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 8 júní, 2012 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: