Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Lifandi bókasafn / Living Library

//English below//

Q fær öðru hverju tækifæri til að taka þátt í ýmsum spennandi uppákomum á vegum annarra félaga og stofana og erum við meira en til í alls konar fjör, sérstaklega ef í því felst fræðsla og uppbyggileg starfsemi. Samvinna er mikilvægur þáttur í að koma jákvæðum hlutum til leiðar í samfélaginu. Nýlega fengum við skilaboð frá Kvennaskólanum þar sem okkur bauðst að taka þátt í viðburði þar sem kallast “Lifandi bókasafn”. Tilgangur verkefnisins er að gefa fólki tækifæri til að fræðast um ákveðin málefni með því að tala við einhvern sem hefur upplifað eitthvað “öðruvísi.” Þessi viðburður fer þannig fram að fólk geti komið þar að og leigt “bók” (manneskju) í 15 mínútur í senn og fengið að ræða við hana um hennar upplifun af lífinu, tilverunni eða hverju svo sem hún er mætt til að fræða fólk um.

Að þessu sinni fóru þau Ugla (formaður félagsins) og Sigurður Ýmir (félagsmaður) sem “bækur” á vegum Q. Þemað þetta skiptið var fordómar og minnihlutahópar og fannst okkur sjálfsagt mál að taka þátt í því.

Bæði Ugla og Siggi voru meira en ánægð með hvernig þetta fór fram, enda áhugi nemenda Kvennaskólans á málefninu mikill og mjög jákvæður. Ugla fræddi fólkið um málefni transfólks og starf Trans Ísland. Um reynsluna sagði Ugla:

Það má segja að mitt borð hafi alltaf verið stútfullt og voru alltaf einhverjir hjá mér. Í endan var kominn mjög stór hópur til mín til að hlusta og spurja spurninga.

Það sem kom mér mest á óvart var hversu margir og ólíkir einstaklingar höfðu mikinn áhuga á þessu og voru ótrúlega opin fyrir því sem ég var að segja og skildu þetta nánast strax. Ég held að það sé að hluta til vegna þess að þau vissu ekki allar staðreyndirnar og fengu loksins alvöru manneskju fyrir framan sig sem sagði frá þessu. Ég var allavega mjög ánægð með alla sem komu. Einn kennarinn bað mig meira að segja persónulega um fræðslubæklinginn um trans.

Siggi ræddi við fólkið um starf Q og hafði hann mjög gaman af því. Þetta var ákaflega jákvætt því þarna fékk mikill fjöldi fólks að heyra af Q og því sem við gerum og stöndum fyrir, en það er mikilvægt að boðskapurinn berist sem víðast og einnig til gagnkynhneigðs fólks.

Um reynsluna hafði Siggi þetta að segja:

Ég fékk oft til mín stóra hópa af stelpum helst sem að höfðu gaman af því að spyrja mig spurningar um hitt og þetta varðandi starfsemina.

Fyrstu spurningarnar sem að ég fékk var oftar en ekki „Hvað er Q?“ og „Hvað standið þið fyrir?“  sem að var bæði í senn flókið og auðvelt að svara en við sem hagsmunafélag stöndum að meiru en bara einum hlut.

Ýmis umræðuefni komu upp eins og kynhneigðir, djamm- og félagslíf og hvernig við værum að stuðla að hagsmunabaráttu innan skólanna. Mér persónulega fannst þetta voðalega skemmtilegt þó svo að það væri viss áskorun að svara svona mörgum spurningum um starfsemi sem að ég er sjálfur eiginlega bara nýbyrjaður að taka þátt í. En þó tel ég mig hafa komið því til skila. Þetta undirbjó mig verulega fyrir að tala við aðra einstaklinga um Q og lét mér líða betur varðandi það starf sem að Q stuðlar að.

Þetta verkefni var því í alla staði ákaflega jákvætt og uppbyggjandi. Við viljum endilega ná til sem flestra og stuðla að opnu og vel fræddu samfélagi þar sem hverjum og einum er frjálst að lifa samkvæmt eigin sannfæringu.

///

Every now and then Q gets an opportunity to take part in events with various organisations. This is excellent because cooperation is an important factor when it comes to positive change in society. Recently we received a message from Kvennaskólinn where they invited us to take part in a project they call “Living Library”. The project’s aim is to educate people by giving them an opportunity to talk to someone who has experienced something different. They can therefore rent a “book” (person) for 15 minutes and ask questions and talk about all kinds of issues. The theme this year was prejudice and minorities.

This time Ugla (Q’s chairman) and Sigurður Ýmir (member of Q) showed up to education people on trans issues and the work that Q does for sexual/gender minorities. Both were very pleased with the result and felt they had taken part in something very positive and educational. They spoke with dozens of young people who asked all kinds of interesting questions.

We feel it is incredibly important to educate people on our work and what we stand for, and it is imperative that we not only reach other queer people, but also the general public. We want to reach as many people as possible in order to build an open and well informed society where each individual is free to live accoring to their own convictions.

Mynd héðan/Image from here.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 3 maí, 2012 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: