Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Q og blóðgjafarmálið / Q and and the Case of the Blood Donations

Blood and safetyJafnréttisnefnd Háskóla Íslands hafði nýverið samband við Q til að spyrjast fyrir um áhuga okkar á að taka þátt í átaki þeirra til að vekja athygli á mismunun í reglum Blóðbankans. Samkvæmt núverandi reglum þá má karlmaður sem stundað hefur kynlíf með öðrum karlmanni aldrei gefa blóð, jafnvel þótt hann hafi aðeins einu sinni sofið hjá öðrum manni, og þótt hann hafi farið varlega.

Við mættum á fund með Jafnréttisnefnd, Lýðheilsufélagi læknanema, og Ástráði 27. mars og ræddum málið. Þann 28. mars var bíll Blóðbankans fyrir utan Háskóla Íslands og var ákveðið að stofna til vitundarvakningar á sama tíma til að draga athygli að þessu mikilvæga verkefni. Á fundinum voru settir saman nokkrir punktar sem svo voru prentaðir út til að dreifa til nemenda og annarra í háskólanum.

Punktarnir voru:

 • Síðan á níunda áratug síðustu aldar hefur karlmanni sem stundað hefur kynmök með öðrum karlmanni verið meinað að gefa blóð án nokkurra undantekninga.
 • Rannsóknir erlendis hafa margar sýnt fram á að með því að leyfa karlmönnum sem stunda kynmök með öðrum karlmönnum að gefa blóð gæti smithætta á HIV aukist gagnvart þeim sem þiggja blóðgjöf. Hins vegar hefur hvorki verið gert slíkt áhættumat hér á landi né skoðað hvernig kynhegðun ungs fólks nú í dag hefur almennt áhrif á þá áhættu að blóðþegar verði fyrir smithættu.
 • Reglurnar sem nú eru í gildi voru settar fram á tímum þar sem þær áttu við en í dag eru breyttir tímar og því þörf á að endurskoða viðmiðin og reglur sem þessar með upplýstum og skynsömum hætti.
 • Aukin fræðsla um kynhegðun ungs fólks og vitundarvakning um kynsjúkdóma er nauðsynleg í ljósi þess að smit kynsjúkdóma eru algeng á Íslandi, t.d. í samanburði við önnur Norðurlönd.
 • Þetta er ekki spurning um að lækka kröfur til þessa ákveðna hóps karlmanna eða blóðgjafa yfir höfuð, heldur auka kröfur jafnt á alla blóðgjafa um ástundun öruggs kynlífs og að sýna fram á ábyrga kynhegðun óháð kynferði eða kynhneigð.
 • Réttlætiskennd Íslendinga er sterk og það fælir marga frá blóðgjöf að hún sé ekki aðgengileg ákveðnum hópi samfélagsins, sama hversu heilbrigðu líferni einstaklingar innan þess hóps lifi samanborið við aðra samfélagshópa.
 • Transkonur sem stunda kynlíf með karlmanni fyrir aðgerð mega t.d. ekki gefa blóð, jafnvel eftir kynleiðréttingaraðgerð. Sem er í raun bara að segja að þær séu ekki konur, sem er algjört misrétti.
 • Með því að draga mörkin jafnt yfir alla samfélagshópa væri öryggi blóðþega aukið og jafnrétti náð.

Ég (Hafþór Loki ritari) og Ugla Stefanía formaður mættum á svæðið til að taka þátt í átakinu. Verðið hefði mátt vera betra, en það var heldur grátt og kalt þennan dag. Við Ugla prófuðum að fara í bílinn til að gefa blóð. Eins og fram hefur komið þá geta transkonur sem stunda kynlíf með karlmönnum ekki gefið blóð og var Uglu því vísað frá. Ég komst heldur lengra í ferlinu en var að lokum vísað frá vegna þess að ég var að fara að byrja í hormónameðferð þennan sama dag og hjúkrunarfræðingurinn sem ég talaði við taldi að ég þyrfti of mikið á blóðinu mínu að halda til að gefa eitthvað af því. Það var samt áhugaverð upplifun að kíkja í bílinn og sjá hvernig þetta fer fram. Það kom mér á óvart hversu margir voru þar og það gladdi mig að sjá hversu jákvæðir og góðir hjúkrunarfræðingarnir voru, jafnvel þegar þeir þurftu að svara erfiðum spurningum.

Tilgangur verkefnisins er auðvitað ekki að fá fólk til að hætta að gefa blóð. Þvert á móti viljum við að sem flestir geri það. Hins vegar finnst okkur rétt að sömu reglur gildi um alla og að allir séu hvattir til að stunda öruggt kynlíf, óháð því hvers kyns bólfélagarnir eru.

Verkefnið heppnaðist mjög vel og var samstarfið við Jafnréttisnefnd, Ástráð og Lýðheilsufélag læknanema rosalega gott og jákvætt. Við munum klárlega halda samstarfi við þau gangandi.

On March 27th Q met with the Equality committee of the University of Iceland, the Public Health Organisation of Medical Students, and Ástráður the Medical Students’ Prevention Programme to discuss the discriminatory rules of the Blood Bank which prohibits men who have sex with men from donating blood.

On the 28th of March we met at the University, during a campaign to encourage people to give blood, to hand out a flyer with information about why the rules are discriminatory and out dated. There was a truck from the Blood bank where people could give blood and it was a good opportunity to reach many people and share information.

The arguments we made were:

 • Men who have sex with men (MSM) have been banned from donating blood since the 1980s.
 • While research in foreign countries has shown that allowing MSM to donate blood can increase the odds of HIV infection, such research has not been performed in Iceland, nor has the effect sexual behaviour of straight people can have on the odds of infection been researched.
 • The rules were put in place during a time when they were appropriate, but the times have changed and there is a need to review the rules in a sensible manner.
 • There is a need for more discussion of the sexual behaviour of young people, and of sexually transmitted diseases. STDs in Iceland are a problem, particularly in comparison with the other Nordic countries.
 • This isn’t about lowering the standards for MSM, this is about making the same rules apply to everyone regardless of sex, gender, and sexuality, and encouraging safer and more responsible sexual practices. This will make blood donations safer for everyone.
 • Icelanders’ sense of justice is strong, and many people are discouraged from donating blood due to their disapproval of the fact that a specific group of people is barred from donating blood regardless of whether or not they practice safe sex.
 • Trans women can not give blood if they have had sex with men before their surgeries. This does not change even after surgery. This means that according to the rules they will always be counted as men.
 • By applying the rules equally over everyone, the safety of blood donations can be improved and an important step towards equality will be taken.

Ugla Stefanía (chairman) and I (Hafþór Loki secretary) showed up for the event, ready to participate in this important project. The weather could have been better, it was quite gray and cold. Ugla and I decided to try to see whether we’d be allowed to donate. Ugla was turned away, but I made it through the whole process. Before I was supposed to have samples taken, I asked whether it made any difference that I was supposed to start hormone replacement therapy later that same day. I was turned away at that point, but the reason was that apparently I’d need to keep my blood to better handle the hormones. It was an interesting experience though, and I was surprised by how many were there. The nurses were very positive and nice, even though they got some really tough questions.

The aim of this project is, of course, not to stop people from donating blood. We want as many people as possible to do it. However, we do want the same rules to apply to all, and for all people to be encouraged to practice safe sex, regardless of the sex of their partners.

The cooperation with Equality committee, the Public Health Organisation and Ástráður was incredibly positive and uplifting. We will definitely work with them again.

Mynd héðan/Image from here.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 6 apríl, 2012 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: