Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Q fulltrúar Háskóla Íslands / Q representatives at the University of Iceland

[English below]

Á stjórnarfundi Q þriðjudaginn 3. apríl mætti Sigurður Ýmir í heimsókn og kynnti fyrir okkur hugmynd sem okkur leist rosalega vel á. Sigurður benti á að þótt  Q sé félag hinsegin stúdenta á Íslandi á er það ekki mjög vel kynnt innan háskólans og því líklegt að mikið af nýnemum viti ekki af tilvist þess.

Hann lagði því til að við fengjum sjálfboðaliða til að gerast fulltrúar félagsins innan háskólans. Þar sem háskólinn er nú orðinn ansi stór og nemendur á víð og dreif um háskólasvæðið, þá taldi hann að við þyrftum á nokkrum fulltrúum að halda.

Við erum því nú að leita að nemendum við Háskóla Íslands sem hafa áhuga á að sinna þessu hlutverki. Okkur vantar einn sjálfboðaliða frá hverju sviði háskólans; félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði, hugvísindasviði, menntavísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Hlutverk þessara fulltrúa er að kynna starf félagsins innan síns sviðs og þá sérstaklega fyrir nýnemum. Til að mynda gæti fulltrúinn mætt í tíma hjá nýnemum í byrjun árs til að láta vita af félaginu. Einnig þyrfti fulltrúinn að vera til staðar fyrir nemendur ef þeir skyldu vilja tala við hann.

Þetta er alveg nýtt fyrirbæri innan Q og því ert vert að taka fram að fulltrúarnir hafa tækifæri til að vera skapandi og koma með hugmyndir að því hvernig þeir geta gagnast bæði félaginu og nemendum Háskóla Íslands.

Ef þú hefur áhuga á að gerast fulltrúi Q innan þíns sviðs í Háskóla Íslands námsárið 2012-2013 endilega hafðu samband við okkur á q@queer.is.

At Q’s last meeting on the 3rd of April, Sigurður Ýmir introduced a new idea that we liked very much. He pointed out that even though Q is a queer student organization, it is not very visible within the University of Iceland and that many new students don’t know it exists.

He suggested we get volunteers to become representatives of Q within the University. Since the University has become quite large and the students are spread around the campus, one representative won’t be enough.

We are therefore now looking for one representative for each faculty of the University; the school of education, the school of engineering and natural sciences, the school of health sciences, the school of humanities, and the school of social sciences.

The role of the representatives will be to introduce the organisation to the students of their faculty, particularly the freshmen. The representative could for instance go to classes at the beginning of the year and talk about Q . They would also have to be available to students who want to talk to them.

This is an entirely new phenomenon for Q, so there is reason to mention that the representatives will be free to be creative in their work and to come up with ideas for how they can be of use to both the organisation and students at the University.

If you are interested in becoming a representative for Q for the school year 2012-2013 please e-mail us at q@queer.is

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 5 apríl, 2012 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: