Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Kyngerð raunvísindi – tilkynning um áhugaverða fyrirlestra.

Árið 2009 veitti jafnréttisnefnd Háskóla Íslands tvo styrki til að vinna rannsókn á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum Verkfræði-og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrir lá að konur eru í töluverðum minnihluta í þeim námsgreinum sem um ræðir þrátt fyrir að meirihluti stúdenta í HÍ eru konur. Markmið verkefnisins var m.a. að greina hvaða aðstæður innan háskólaumhverfisins, og þá sérstaklega umræddra greina, gætu haft áhrif á fjölda kvenna sem sækja þar nám.

Styrkina hlutu þær Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, sem skrifaði MA ritgerð sína í kynjafræði um efnið og Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir sem ritaði MA-ritgerð í náms- og starfsráðgjöf um efnið. Ritgerðirnar má nálgast á pdf formi á slóðinni www.jafnretti.hi.is undir Rannsóknir.

Rannsóknunum er nú lokið. Af því tilefni efna jafnréttisnefnd HÍ, kennslumálanefnd HÍ, Verkfræði- og náttúruvísindasvið og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna) til málþings og kynningar á niðurstöðum rannsóknanna föstudaginn 18. mars kl. 12.00-13.30 í stofu 152 í VR II við Hjarðarhaga.

Verkefnið var unnið á vegum jafnréttisnefndar HÍ með styrk frá Kennslumálasjóði HÍ og Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Dagskrá málþingsins Kyngervi raunvísinda:

12.00 Formaður jafnréttisnefndar, Brynhildur G. Flóvenz, setur málþingið.

12.10 Þuríður Sigurjónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar.

12.30 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, MA í kynjafræði,  kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar.

12.50 Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, kemur með athugasemdir við erindin.

13.00 Fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 17 mars, 2011 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: