Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Tilkynning um áhugaverða fyrirlestra í vikunni.

Þriðjudagur 8. febrúar kl. 12.05

Konur, handritamenning og bókmenntasaga hversdagsins

Davíð Ólafsson heldur fyrirlestur sinn „Konur, handritamenning og bókmenntasaga hversdagsins“ næstkomandi þriðjudag, 8. febrúar. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga?

Handritað efni frá síðari öldum – eftir tilkomu prentverks – hefur notið vaxandi athygli fræðimanna víða um lönd undanfarin ár og áratugi. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að handrituð miðlun hafi gegntmikilvægu hlutverki í bókmenningu og miðlun á árnýöld og nýöld samhliða hinu prentaða orði. Jafnframt hefur verið bent á að þessir ólíku miðlar texta hafi verið nýttir við miðlun ólíkra textagreina og meðal ólíkra þjóðfélagshópa.

Eitt af því sem þessar rannsóknir hafa beinst að er hversu miðlunarleið handrita hafi verið nýtt af konum sem jafnan voru lítt sýnilegar í heimi hins prentaða orðs. Í fyrirlestri sínum  fjallar Davíð Ólafsson um aðkomu kvenna að handritamenningu síðari á Íslandi og því sem hann kallar bókmenntasögu hversdagsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 8 febrúar og hefst kl. 12:05.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

http://www.sagnfraedingafelag.net/

—————————————————-

Fimmtudag 10 febrúar kl. 12

RIKK: Konur, karlar og hysteria á seinni hluta 19. aldar á Íslandi

Fimmtudaginn 10. febrúar heldur Sigurgeir Guðjónsson, doktorsnemi við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, fyrirlesturinn „Konur, karlar og hysteria á seinni hluta 19. aldar á Íslandi. Hugmyndir og viðhorf.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.00-13.00.

Í erindinu verður fjallað um fyrirbærið og sjúkdómsgreininguna „hysteriu“ og greint frá hugmyndum lækna um það á seinni hluta 19. aldar, bæði hérlendis og erlendis. Það vekur athygli að í fyrstu voru eingöngu konur greindar með hysteriu en síðar hófu læknar einnig að greina karla með sjúkdóminn. Í erindinu verður skoðað hvaða hugmyndir lágu til grundvallar slíkra greininga og hvernig og af hverju þær hugmyndir breyttust um og upp úr aldamótunum 1900. Upplýsingar úr manntölum og árskýrslum lækna verða kynntar ásamt samtíma hugmyndum í nágrannalöndunum.

Öll velkomin!

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum

www.rikk.hi.is

—————————————————-

Fimmtudag 10 febrúar kl. 12

Hádegisfyrirlestur: Meistarritgerð um þjónustu Stígamóta kynnt á fimmtud. kl. 12 á Stígamótum.

Inga Vildís Bjarnadóttir mun kynna meistararitgerð sína í félagsráðgjöf um þjónustu Stígamóta. Inga Vildís mældi þunglyndi kvíða, streitu og sjálfsvirðingu hjá Stígamótafólki.  Hún bar svo saman líðan tveggja hópa. Annar hópurinn svaraði fyrir fyrsta viðtal og hinn eftir a.m.k. fjögur viðtöl.

—————————————————-

Á mánudag (14. febrúar) kl. 13

Nýir tímar – breytt hagstjórn

Ráðstefna um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð

Jafnréttisstofa býður til ráðstefnu um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð mánudaginn 14. febrúar kl. 13:00 á Hilton Hótel Nordica. Ráðstefnan ber yfirskriftina

Nýir tímar – breytt hagstjórn. Aðal fyrirlesari verður Diane Elson einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði auk þess mun verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð kynna starf sitt og tvö tilraunaverkefni á hennar vegum verða kynnt.

Nánar: http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadNews&ID=761

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 7 febrúar, 2011 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: