Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Tilkynning um jafnréttisþing 2011

 

Jafnréttisþing 2011

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16.

Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.

Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem kynbundið ofbeldi og mansal, jafnrétti og stjórnarskrá, Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti, framlag karla til jafnréttisbaráttunnar, kynin og fjölmiðlana og áhrif efnahagsumrótsins á starf og fjölskyldulíf. Auk þess verður fyrirliggjandi tillaga til ályktunar Alþingis um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá Jafnréttisþings 2011

Hilton Reykjavík Nordica, 4. febrúar 2011

Þingstjórar: Björk Jakobsdóttir leikkona og leikritahöfundur og Gunnar Helgason leikari og leikstjóri
09.00 – 09.15 Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Setning
09.15 – 09.45 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra: Skýrsla um stöðu og þróun í jafnréttismálum og tillaga að nýrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
09.45 – 10.15 Elísabet Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur: Ofbeldi gegn konum – íslenskur veruleiki
10.15 – 10.45 Kaffi
10.45 – 11.15 Louise Shelley prófessor og forstöðumaður Terrorism, Transnational Crime and Corruption Center við George Mason University, Arlington BNA: Human trafficking; Global Patterns and Business Models
(Flutt á ensku. Erindið er styrkt af bandaríska sendiráðinu á Íslandi)
11.15 – 11.45 Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við HR og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands: Stjórnarskrá, jafnrétti og jaðarhópar
11.45 – 12.00 Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Er kynjajafnrétti og velferð barna ósættanlegar andstæður?
12.00 – 13.00 Hádegisverður
13.00 – 14.45 Málstofur
14.45 – 15.15 Kaffi
15.15 – 15.50 Panelumræður: Katrín Fjeldsted læknir og fyrrverandi borgarfulltrúi, Gunnar Hersveinn rithöfundur, Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnisstjóri við kynjaða fjárlagagerð og Jón Kjartan Ágústsson formaður Hinsegin stúdenta við HÍ
15.50 – 16.00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: Ávarp og slit

Málstofur

Málstofa 1 Þekking og þor: Til aðgerða gegn kynbundu ofbeldi

 • Guðrún Helga Sederholm náms- og skólafélagsráðgjafi: Í skugga velferðar
 • Anni G. Haugen lektor í félagsráðgjöf við HÍ: Kynbundið ofbeldi – viðbrögð félagsþjónustu og barnaverndar
 • Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Aðkoma heilbrigðisþjónustu og lögreglu að ofbeldi gegn konum
 • Gunnar Alexander Ólafsson sérfræðingur í velferðarráðuneytinu:Ágrip af starfi nefndar um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Málstofustjóri: Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Ritari:
Sigrún Jana Finnbogadóttir starfsmaður nefndar um endurskoðun aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Málstofa 2 Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti

 • Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur: Dregur Evrópa vagninn? Áhrif Evrópudóma á íslenskt jafnrétti
 • Helgi Hjörvar alþingismaður: Vilja Íslendingar mismuna?
 • Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Frá Lissabon til Linköping – jafnréttisleiðin í Evrópu. Beinn og breiður vegur eða fjallabaksleið?

Málstofustjóri: Steinunn Halldórsdóttir stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneytinu
Ritari:
Maríanna Traustadóttir sérfræðingur hjá ASÍ

Málstofa 3 Mansal á Íslandi – viðbúnaður og veruleiki

 • Alda Jóhannsdóttir settur saksóknari: Lagahindranir við rannsókn mansalsmála
 • Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi Ríkislögreglustjóra í sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal: Að bera kennsl á möguleg fórnarlömb
 • Hildur Jónsdóttir formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal: Hefur íslenska aðgerðaáætlunin gegn mansali staðist prófið?

Málstofustjóri: Stefán Eiríksson lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Ritari
: Björg Fenger lögfræðingur í velferðarráðuneytinu

Málstofa 4 Koma svo strákar! Framlag karla til jafnréttismála

 • Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Karlar í nefnd – áttu annan? Um karlanefndir á Íslandi og Norðurlöndunum
 • Arnar Gíslason jafnréttisfulltrúi HÍ: Karlar í jafnréttisbaráttu. Er það eitthvað ofan á brauð?
 • Thomas Brorsen Smidt meistaranemi í kynjafræði: Let´s Talk Porn: Introducing nuances and creating alternatives (flutt á ensku)

Málstofustjóri: Hjálmar G. Sigmarsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu
Ritari:
Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari

Málstofa 5 Sagan endalausa: Baráttan um fjölmiðlana

 • Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við HÍ: Tilbrigði við stef: Alheimur í fókus
 • Eygló Árnadóttir kynjafræðingur: Flengd á beran bossann – kyn og staðalímyndir í fjölmiðlum
 • Ingimar Karl Helgason fréttamaður: Stones eða Bítlarnir – þröngsýni og sjálfvirkt fréttamat

Málstofustjóri: Leifur Hauksson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
Ritari:
Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu

Málstofa 6 Starf, fjölskylda og einkalíf í umróti efnahagslægðar

 • Kolbeinn Stefánsson verkefnisstjóri við EDDU – öndvegissetur: Kyn, vinna og heimilislíf fyrir og eftir bankahrun
 • Eva Bjarnadóttir MA í alþjóðastjórnmálum: Áhrif efnahagskreppu á velferð kvenna
 • Katrín Ólafsdóttir lektor við Viðskiptadeild HR: Hagsveifla og vinnumarkaður: Áhrif á konur og karla
 • Gyða Margrét Pétursdóttir aðjúnkt í kynjafræði við HÍ: Óskum við þess á dánarbeðinu að hafa eytt meiri tíma í vinnunni?

Málstofustjóri: Ragnhildur Vigfúsdóttir deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun
Ritari:
Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Tekið af vef velferðarráðuneytis: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32565

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 2 febrúar, 2011 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: