Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Gagn-, sam- eða hinsegin?: Kynferði og kynverund í breskum háskólum 1990–2010

Tilkynning um fyrirlestur.

Gagn-, sam- eða hinsegin?
Kynferði og kynverund í breskum háskólum 1990–2010

Fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00
í Bratta fyrirlestrarsal  í húsnæði Aðalbyggingu Menntavísindasviðs v. Stakkahlíð.

Debbie Epstein, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

Prófessor Epstein mun í fyrirlestrinum byggja á rannsóknum sem gerðar voru með áratugar millibili í kringum síðustu aldamót. Þessar rannsóknir miðuðu að því skoða hvers konar kynverund eða kynhneigðargervi var í boði fyrir nemendur og starfsfólk háskóla í Bretlandi sem ekki fellur að hinum gagnkynhneigðu viðmiðum samfélagsins. Þrátt fyrir miklar breytingar sem urðu í Bretlandi á þessu tímabili kom í ljós að sá heterósexismi (gagnkynhneigðarhyggja), sem ríkti á meðan fyrri rannsóknirnar fóru fram, voru enn þá mjög ríkjandi. Þetta hefur þau áhrif að nemendur, sem laga sig ekki að gagnkynhneigðum viðmiðum, þurfa í fjölmörgum aðstæðum að laga hátterni sitt að ríkjandi viðmiðum til að forðast stimplun og útilokun. Epstein mun ræða hvernig flestum háskólum hefur ekki tekist að stuðla að því að önnur kynhneigð en gagnkynhneigð sé viðurkennd, jafnvel þótt verðlaun séu veitt þeim atvinnurekendum sem hafa stuðlað að vinsamlegra vinnuumhverfi fyrir lesbíur og homma.

Prófessor Epstein er meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði rannsókna innan hinseginfræða og menntunar.  Hún hefur einnig rannsakað fjölbreytileg önnur svið menntunar- og menningarfræða, t.d. karlmennsku og einelti, m.a. í Suður-Afríku, auk Bretlands. Það er mikill fengur að fá hana hingað til lands og hlýða á erindi hennar. Vefsvæði hennar er: http://www.cardiff.ac.uk/socsi/contactsandpeople/academicstaff/E-F/professor-debbie-epstein-overview.html

Allir velkomnir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 23 janúar, 2011 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: