Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Jafnréttisdaga HÍ 2010 / Equality Days 2010 at the University of Iceland

English below
——————————————————————————————————
Jafnréttisdagar 2010 í Háskóla Íslands
Dagana 20.-24. september verða Jafnréttisdagar haldnir í Háskóla Íslands annað árið í röð. Líkt og í fyrra verður dagskráin afar fjölbreytt og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi og frá mismunandi sjónarhornum. Að dögunum standa fjölmargir aðilar innan Háskólans sem tengjast jafnréttismálum, rannsóknastofnanir, námsbrautir, ýmis hagsmunafélög nemenda, jafnréttisnefndir innan skólans og fleiri aðilar, auk aðila utan skólans.

Opnunarviðburðurinn (20/9 kl. 12) verður umræðufundur um karlmennskuímyndir og gagnkynhneigðarhyggju, þar sem þeir Páll Óskar Hjálmtýsson og Ingólfur V. Gíslason munu flytja erindi. Á Jafnréttisdögum verður einnig fjallað um klámvæðingu, einelti, fjölmenningu og fólksflutninga, kvennabaráttu á Íslandi fyrr og nú og táknmál sem fyrsta tungumál, og margt fleira. Þá verða kvikmyndasýningar í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), leiksýningar og aðrir listviðburðir, ásamt fleiru, en viðburðir fara fram á íslensku, ensku eða táknmáli.

Markmiðið með Jafnréttisdögum er að stuðla að fræðslu og aukinni umræðu og skilningi á jafnréttismálum, innan sem utan háskólasamfélagsins, og vinna að því að gera jafnréttismál sýnilegri. Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga (utan kvikmyndasýninga á vegum RIFF) og aðgangur er öllum heimill.

Dagskrá Jafnréttisdaga er að finna á http://www.jafnretti.hi.is
Facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=142379975804317
Hægt er að fá táknmálstúlkun á viðburðum Jafnréttisdaga og er sú þjónusta endurgjaldslaus. Hafa þarf samband við Sigrúnu Eddu Theódórsdóttur (netfang: set1@hi.is, sms: 861 2626, msn myndsími: hitulkur@hotmail.com) til að panta þjónustuna með a.m.k. 5 daga fyrirvara

——————————————————————————————————

Equality Days 2010 at the University of Iceland

The University of Iceland will celebrate equality during 20-24th of September with Equality Days, the second year in a row. The schedule is filled with a variety of events, exploring issues of equality from different angles. Equality Days are organized by a broad group of people that work within the field of equality at the University of Iceland, in addition to our collaborators outside the University.

The opening event (20/9 at 12 noon) offers talks (by Ingólfur V. Gíslason & Páll Óskar Hjálmtýsson) and discussions about images of masculinity and heteronormativity. Equality days will also host events discussing and exploring pornification, bullying, multiculturality and migration, Icelandic women’s movements, and sign language as first language. In addition, in co-operation with Reykjavík International Film festival (RIFF), various films will be screened during Equality Days, in addition to other art events. Events will be held in Icelandic, English or (Icelandic) sign language.

The aim of Equality Days is to promote discussions and understanding of issues of equality. All events are free of charge (apart from RIFF film screenings) and open to all.

The programme can be found at http://www.jafnretti.hi.is

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 15 september, 2010 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: