Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Leggðu Gleðigöngunni í Litháen lið!

Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda árlegrar Gleðigöngu (Gay Pride), sem fyrirhugað er að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi.

Amnesty International krefst þess að þátttakendur í Gleðigöngunni njóti fyllsta öryggis og að rétturinn til tjáningar- og fundafrelsis sé virtur að fullu.

Enda þótt leyfi hafi verið veitt í Vilníus til að halda gönguna eru enn líkur á að hún verði felld niður vegna þrýstings frá sterkum stjórnmálaöflum í landinu og hópum sem vinna skipulega gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trangender-fólki (Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender (LGBT)). Gangi það hins vegar eftir að Gleðigangan verði haldin í Litháen, er sú hætta fyrir hendi að ýmsir öfgahópar spilli fyrir með mótmælum og grípi jafnvel til ofbeldis gegn þátttakendum. Skipuleggjendur göngunnar hafa lýst yfir áhyggjum að lögreglan í Vilníus grípi ef til vill ekki til nauðsynlegra öryggisráðstafana á meðan á göngunni stendur.

Leggðu fyrirhugaðri Gleðigöngu í Litháen lið og gerðu kröfu um að tjáningar- og fundafrelsi LGBT-fólks sé virt. Halda verður uppi þrýstingi á stjórnvöld í Litháen til að þau noti ekki hættuna á ofbeldi sem fyrirslátt til að aflýsa Gleðigöngunni og tryggi öryggi þátttakanda í göngunni.

Fólk í Eystrasaltslöndunum sem er samkynhneigt, tvíkynhneigt eða transgender þarf á stuðningi þínum að halda. Taktu þátt í aðgerð og þrýstu á forseta Litháen vegna málsins ! http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/nr/1811

Mismunun í lögum

Samkvæmt Evrópulöggjöf og alþjóðlegum mannréttindasamningum eru stjórnvöld í Litháen skuldbundin til að vinna gegn mismunun í landinu. Engu að síður tóku nýverið gildi afar umdeild lög í landinu sem mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar og kynímyndar. Lögin heita, „Lög um verndunungmenna gegn skaðlegum opinberum upplýsingum“ (Law on the Protection of Minors against the Detrimental Effects of Public Information) en þau leggja bann við að upplýsingum sé komið á framfæri við börn undir 18 ára aldri, sem „kasta rýrð á fjölskyldugildi“ eða „ýta undir hugmyndir um hjónaband eða fjölskyldueiningu af öðrum toga en kveðið er á um í stjórnarskrá Litháen”. Hjónaband er skilgreint sem eining karls og konu í litháískum lögum. Með nýju lögunum  er öll opinber kynning á sambúð samkynhneigðra og stuðningur við jafnrétti til hjúskapar bönnuð.

Amnesty International hefur miklar áhyggjur af því að nýju lögin ýti enn frekar undir fordóma gegn LGBT-fólki. Sú hætta er ennfremur fyrir hendi að lögunum verði beitt til að banna Gleðigönguna. Í mars síðastliðinn, skrifuðu 50 þingmenn undir áskorun þess efnis að leyfisveitingin fyrir gönguna yrði afturkölluð á þeim grundvelli að hún gangi í berhögg við nýju lögin.

Mannréttindabrot.

Allar tilraunir til að koma í veg fyrir Gleðigönguna í Litháen í ár eru brot á mannréttindum, þar með talið tjáningar- og fundafrelsi og frelsi frá mismunun. Stjórnvöld í Litháen verða ekki einungis að tryggja að Gleðigangan fari fram, heldur verða þau jafnframt að tryggja þátttakendum frelsi til að tjá skoðanir sínar opinberlega, án nokkurra hindrana eða ofbeldis af hálfu þeirra sem standa gegn skoðunum þeirra.

Amnesty International styður Gleðigönguna í öllum Eystrasaltslöndunum. Rúmlega 50 aktívistar á vegum Amnesty International frá yfir 20 löndum munu taka þátt í Gleðigöngum í Eystrasaltsríkjunum árið 2010 til að lýsa yfir stuðningi samtakanna við LGBT-fólk á svæðinu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 21 apríl, 2010 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: