Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Íslenskir stúdentar kyssast gegn fordómum í Litháen

Fimmtudaginn 26. nóvember mótmælti hópur hinsegin stúdenta fordómafullri löggjöf litháenska þingsins í garð sam- og tvíkynhneigðra með því að kyssast fyrir framan þinghúsið í Vilnius. Um það bil tíu stúdentar tóku þátt í þessari friðsamlegu aðgerð. Lögreglan var kölluð á staðinn og kossaflensið vakti ýmist gleði eða hneykslan starfsmanna þingsins. Myndir og myndskeið sem litháenskir fjölmiðlar birtu á netinu kölluðu fram óttaslegin viðbrögð almennings um áhrif slíkra kossa á börn.

Aðgerðin var skipulögð til að vekja athygli á fordómum stjórnvalda sem brjóta gegn mannréttindum hinsegin fólks í Litháen. Skipuleggjandi viðburðarins er ANSO, samtök norrænna, baltneskra og pólskra hinsegin stúdentafélaga, í samstarfi við Q – félag hinsegin stúdenta á Íslandi og fleiri hinsegin stúdentafélög.

„Í Litháen eru miklir fordómar gagnvert hinsegin fólki og lagaleg réttindi þess eru afar slæm á evrópskan mælikvarða. Aðstæðurnar munu þó versna til muna þegar nýja barnaverndarlöggjöfin tekur gildi í mars 2010 en samkvæmt henni er öll opinber umræða um sam- og tvíkynhneigð bönnuð með lögum,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, varaformaður Q-félags hinsegin stúdenta.

Í þessari viku stendur ANSO fyrir fjögurra daga ráðstefnu um hinsegin málefni í Vilnius til að vekja athygli á aðstæðunum í Litháen og veita hinsegin stúdentum í Litháen alþjóðlegan stuðning. ANSO hefur áhyggjur af stöðu mannréttinda hinsegin fólks í Litháen og þeim fordómum og misrétti sem hinsegin fólk þarf að lifa við samkvæmt þessari nýju löggjöf.

„Með þessum mótmælum vonumst við til að fanga athygli stjórnvalda í okkar heimalöndum og beita þannig litháensk stjórnvöld þrýstingi til að afturkalla þessa löggjöf og vernda almenn mannréttindi,“ segir Ann Kristin Fagerlund, varaforseti ANSO.

Myndir frá mótmælunum:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 27 nóvember, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: