Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Aðalbygging HÍ lýst upp í fánalitum transfólks

Í tilefni alþjóðlegs minningardags um transfólk, Transgender day of remembrance, er Aðalbygging Háskóla Íslands nú lýst upp í fánalitum transfólks, bleikum, hvítum og bláum.
Þessi gjörningur er hluti af trans dögum og málþinginu „Hvar er trans í Háskóla Íslands?“ sem Q-félag hinsegin stúdenta stendur fyrir í samstarfi við Trans Ísland og lýkur nú um helgina.

Um transfánann:
Ólíkt regnbogafána samkynhneigðra og hinum þrílita fána tvíkynhneigðra snýst fáni transgender fólks ekki um kynhneigð heldur kyn eingöngu. Nánar tiltekið það þegar einstaklingur upplifir sig sem annað kyn en líkamlegt kyn hans segir til um og það ferli sem einstaklingur fer í gegnum til að leiðrétta kyn sitt.
Þannig eru ráðandi litir í transfánanum bleikur og blár sem tilvísun í hin tvö ráðandi kyn; karlkyn og kvenkyn. Fánann hannaði Monica Helms eftir samtal sem hún átti við Michael Page, hönnuð tvíkynhneigða fánans. Monica
valdi að hafa tvö pör af bleikri og blárri rönd sitt hvorum megin við skjannahvíta rönd, en hvíta röndin táknar þá sem eru í leiðréttingarferlinu, þá sem eru intersex og þá sem upplifa sig sem hlutlaust eða ekkert kyn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 20 nóvember, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: