Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Jafnréttisdagar eru að hefjast … / Equality days are starting …

English version below
—————————————

Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands hefjast á morgun. Þar kennir ýmissa grasa, og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi í styttri og lengri fyrirlestrum og málþingum, og auk þess verða viðburðir af ýmsu tagi, t.a.m. lifandi bókasafn og kynning á ýmissi starfsemi innan skólans sem tengist jafnrétti. Ítarlega dagskrá má finna á jafnretti.hi.is

Opnunarviðburður Jafnréttisdaga er fyrirlestur Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, kl. 11.40 á morgun, og verður hann á táknmáli (en túlkað fyrir þau sem ekki tala táknmál). Hann fer fram á Háskólatorgi 104 og ber titilinn:

Konur, karlar og umhverfið: Mikilvægi kynjasjónarmiða í umræðunni um loftslagsbreytingar

Dagskránni lýkur svo föstudaginn 25/9 með spurningakeppni með jafnréttisþema (Pub Quiz) á Háskólatorgi, sem hefst kl. 16, og strax á eftir spila svo Trúbatrixurnar Myrra og Elín Ey, og kvennakpönksveitin Viðurstyggð.

Meðal annarra viðburða á Jafnréttisdögum eru:

-Málþingið Lært af sögunni – Endurreisn á grundvelli jafnréttis, þar sem fjallað verður um mikilvægi kynja- og jafnréttisfræðanna að endurreisn samfélagsins eftir hrunið, og þar flytja erindi þær Guðný Guðbjörnsdóttir, Irma Erlingsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, og málþingið setur Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ (miðv. 23/9 kl. 13-15, Háskólatorg 103)

-Völd og áhrif: Karlar og konur í fjölmiðlum, 20 mínútna fyrirlestur Gunnars Hersveins (fim 24/9 kl. 10, fer fram á Upplýsingaskrifstofu á 1. hæð í Aðalbyggingu HÍ)

-Ef normið er „straight“, hvað verður um hin(segin)?, þar sem hugtakið gagnkynhneigt forræði (e. heteronormativity) verður krufið í erindi Þorvaldar Kristinssonar, og svo í umræðum undir stjórn Viðars Eggertssonar (fim 24/9 kl. 12-13, Askja N-131)

-Stefnumót við skurðpunkt, þar sem Þorgerður H. Þorvaldsdóttir mun fjalla um hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) í erindi og í pallborðsumræðum verður rætt um hugtakið og gagnsemi þess, bæði fræðilega og sem verkfæri í jafnréttisstarfi (fim 24/9 kl. 14.10, Háskólatorg 101)

-Kvennahreyfingin á Íslandi, þar sem Auður Styrkársdóttir mun fjalla um sögu kvennahreyfinga á Íslandi (á ensku) (fim 24/9 kl. 15 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð, skráning nauðsynleg með tölvupósti á att@hi.is)

-Málþing um kvikmyndina Umoja: Þorpið þar sem karlar eru bannaðir, sýnt úr heimildarmynd um þorpið og spjall með þeim Jean Crousillac og Jean Marc-Sainclair sem gerðu myndina (fös 25/9 kl. 12-13.30 í Norræna húsinu)

-Málþingið Disability and diversity in universities, en þar mun fræðikonan Sheila Riddell fjalla um aðgengi fatlaðs fólks að háskólamenntun, en hún er prófessor við Háskólann í Edinborg og forstöðukona Centre for Research in Education Inclusion and Diversity við sama háskóla. Pallborðsumræður verða á eftir undir stjórn Rannveigar Traustadóttur (fös 25/9 kl. 14.10-16 á Háskólatorgi 103, fer fram á ensku)

Jafnréttisdagar eru í samstarfi við RIFF – alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, og meðan á Jafnréttisdögum stendur verða sýndar nokkrar myndir sem sérstaklega tengjast jafnrétti. Nánar um þær sýningar á jafnretti.hi.is, og um RIFF hátíðina á http://www.riff.is

—————————————
English version

Equality Days at the University of Iceland begin tomorrow. The programme consists of various events that focus on equality in a broad sense. Events include lectures and symposia, both short and long, a living library and presentations of equality related activities within the university. About half of the events will be in English, for full details of the programme see jafnretti.hi.is

Equality Days open with a lecture in sign language (interpreted to Icelanic) by the Minister of the Environment, Svandís Svavarsdóttir, in room 104 at Háskólatorg at 11.40 tomorrow. The lecture is titled:

Women, men and the environment – the importance of gender in the discussion on climate change

The programme is concluded on Friday 25 September with an Equality Pub Quiz at Háskólatorg at 4 pm, followed by a concert featuring Myrra and Elín Ey from Trúbatrixur, and the all-female punk group Viðurstyggð.

The full programme can be found online at jafnretti.hi.is. Some highlights include:

-What we learned from history: Rebuilding with equality as the foundation – a symposium on the importance of taking gender and equality aspects into consideration in the rebuilding of Icelandic society after the economic crash. Talks by Guðný Guðbjörnsdóttir, Irma Erlingsdóttir and Þorgerður Einarsdóttir, and opening by Kristín Ingólfsdóttir, rector of the University of Iceland (Wednesday 23 September from 13-15 at Háskólatorg 103).

-Power and influence – Men and women in the media – a 20 minute lecture given by Gunnar Hersveinn (Thursday 24 September at 10 am in Information Office, Main Building, 1st floor).

-A dissection of the concept of heteronormativity – a lecture by Þorvaldur Kristinsson, followed by discussions led by Viðar Eggertsson (Thursday 24 September at 12 in Askja N-131)

-Intersectionality – Þorgerður H. Þorvaldsdóttir gives a talk on the concept of intersectionality, followed by a plenary discussion on the concept and its usability, both in theory and as a tool for those working towards equality (Thursday 24 September at 2:10 pm at Háskólatorg, room 101).

– The women´s movement in Iceland – a historical overview on the women‘s movement in Iceland given by Auður Styrkársdóttir (Thursday 24 September in the National library, 2nd floor lecture hall, in English. Registration required (att@hi.is)).

-Symposium – Umoja: The village where men are forbidden. Parts of a documentary about the village and discussions with Jean Crousillac and Jean Marc-Sainclair, the makers of the documentary (Friday 25 September at 12 in the Nordic house.

-Symposium – Disability and diversity in universities – Sheila Riddell, professor and the director of the Centre for Research in Education Inclusion and Diversity at the University of Edinburgh, talks about the access of disabled people to university studies. The talk is followed by a plenary discussion, led by Rannveig Traustadóttir (Friday 25 September at 2:10 pm at Háskólatorg, room 103, in English).

Equality Days are organised in cooperation with RIFF – Reykjavik International Film Festival, and during the days, a few films related to equality will be shown at the festival. See http://www.riff.is for further information on these films and on RIFF in general.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 23 september, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: