Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Þrýstum á ógildingu nýrra laga í Litháen sem brjóta á réttindum LGBT einstaklinga.

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir „opnu húsi“, næstkomandi laugardag á menningarnótt, frá 14:00 til 17:00, á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð.

Samtökin hvetja alla þá sem láta sér annt um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga, að mæta á skrifstofuna á menningarnótt og skrifa undir aðgerðakort til að þrýsta á stjórnvöld í Litháen að ógilda nýja löggjöf sem þingið samþykkti fyrir skemmstu og vegur gróflega að mannréttindum LGBT einstaklinga í landinu.

Löggjöfin setur meðal annars bann við allri umfjöllun „sem rekur áróður samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða skólum, er skaða kann eðlilegan þroska ungmenna“, eins og fram kemur í ákvæði laganna.

Lögin stríða gegn alþjóðlegum og svæðisbundnum mannréttindasamningum, að mati Amnesty International, brjóta á tjáningarfrelsi og banni við mismunun, auk þess að kynda undir fordómum vegna kynhneigðar eða kyngervis fólks í Litháen og/eða þeirra sem vinna að réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans gender einstaklinga.

SÝNUM SAMSTÖÐU OG MÆTUM ÖLL!

Boðið verður upp á kaffi og heitar vöfflur, og lifandi tónlist leikin á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir herferða-og aðgerðastjóri Amnesty á Íslandi, Bryndís Bjarnadóttir í síma: 5 11 79 00 eða 842 5664.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 18 ágúst, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: