Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Q félagið í Gay Pride göngunni

Kæra Q-fólk

Nú er ekki nema rétt rúm vika í Gay Pride og Q félagið ætlar að sjálfsögðu að gleðjast í göngunni. Okkur þætti æðislegt að fá sem flesta til að taka þátt í atriðinu með okkur.

Hugmynd okkar er þessi:
Fólk á það til að flokka hvort annað í hópa, setja nokkurskonar merkimiða á hvort annað… það getur farið eftir kynhneigð, kyngervi eða í raun hverju sem er en eins og við öll vitum er ýmislegt í fari okkar sem ekki sést utaná okkur. Við sem erum hinsegin þekkjum það mörg að falla ekki endilega að staðalmynd fólks um hvað það nú er sem verið er að flokka okkur eftir. Í Gay Pride göngunni í ár viljum við vekja athygli á þessu með því að merkja okkur, setja á okkur merkimiða eða label og bæta spurningarmerki fyrir aftan. Það gæti t.d. verið „gay?“ „lesbía?“ „hommi?“ „trans?“ „bisexual?“ „hinsegin?“ „bara vinir?“ o.s.frv. og þannig væri hægt að láta hugmyndaflugið ráða hvaða label hver og einn notar. Síðan munum við vera með skilti eða banner sem á stendur „skiptir það máli?“ með vísan í það að í rauninni skipta þessir merkimiðar ekki máli!

Við viljum gjarnan fá sem flesta til að vera með okkur í göngunni en við viljum líka fá ykkur öll til að taka smá þátt í undirbúningnum og því munum við sjálf sjá um að setja merkimiðana á bolina okkar. Fylgist því með í næstu viku en tilkynningar um undirbúning verða settar á queer.is og facebook.

-Q

___________

Dear Q members

Gay Pride weekend is getting closer and Q is planning to be in the parade this year. We would love to have you all join us.

Q‘s idea for Gay Pride is:
People are always labeling each other and putting people in boxes. The labels can depend on sexual orientation, gender or whatever but as we all know it‘s not always obvious which box fits whom and labels are not always appropriate. So this year in Gay Pride we want to question this constant labeling by labeling ourselves in different ways and put a question mark behind our labels. Examples: „Gay?“ „lesbian?“ „bisexual?“ „trans?“ „just friends?“ etc. Everyone can chose their own label and then we will have a big sign or a banner that says „does it matter?“ („Skiptir það máli?“) to point out that in the end all these labels don‘t really matter!

If you want to join us in the preparation we will be meeting next week to prepare, information about the meetings will be posted on facebook and on queer.is

-Q

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 30 júlí, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: