Q – Félag Hinsegin Stúdenta

Queer.is

Áskorun til utanríkisráðherra – Össurar Skarphéðinssonar.

Ályktun Q – félags hinsegin stúdenta vegna heimsóknar utanríkis-ráðherra Litháens.

Q – Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands vill, í tilefni af heimsókn utanríkisráðherra Litháen Vygaudas Usackas, lýsa áhyggjum sínum yfir nýlegri löggjöf sem var samþykkt á Litháenska þinginu þann 16. júní síðastliðinn.

Löggjöfin, sem tekur gildi í  Mars 2010, vegur gróflega að réttindum Litháa og mun að öllu óbreyttu banna alla jákvæð umræða um samkynhneigða, tvíkynhneigða og trans einstaklinga á opinberum vettvangi, fjölmiðlum og skólum, á forsendum þess að vernda líkamlega og andlega heilsu ungmenna.

Löggjöfin staðsetur alla jákvæða umræðu um hinsegin málefni á sama stall og umfjöllun er getur valdið ótta, þykir óhugnaleg, eða hvatt til sjálfsvíga hjá ungu fólki – og mun brot á lögunum varða við sekt.

Q skorar hér með á Össur Skarphéðinsson að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis og fordæma þá mismunun sem þessi lög munu hafa í för með sér í Litháen og eiga ekki að viðgangast innan Evrópusambandsins. Þegar hefur verið bent á að lögin brjóta gegn samþykkt Evrópusambandsins um verndun mannréttinda sem er tryggð í 6. Grein Evrópusáttmálans.

Að lokum viljum við minna háttvirtan utanríkisráðherra á opinbera stefnulýsingu Samfylkingarinnar sem segir meðal annars að allir eigi að njóta sömu verndar og öryggis óháð kynhneigð og kyni.

Virðingarfyllst,

Q-Félag hinsegin stúdenta

http://www.queer.is

gay@hi.is

Auglýsingar

2 comments on “Áskorun til utanríkisráðherra – Össurar Skarphéðinssonar.

  1. Gestur
    25 júlí, 2009

    virkilega ánægður með þetta framtak

  2. Ísak
    25 júlí, 2009

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 24 júlí, 2009 by .

Leiðarkerfi

Hafðu samband/Contact us

queer@queer.is
%d bloggurum líkar þetta: